- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Síðustu fimm ár hefur starfsfólk Kvennaskólans komið saman á svokölluðu Húsþingi tvisvar á ári þar sem skólaþróun hvers konar er í forgrunni. Oftast hefur dagskráin verið tvískipt; utanaðkomandi fræðsluerindi um mál sem eru ofarlega á baugi og málstofur þar sem starfsfólk segir frá nýjungum í skólastarfinu hjá sér.
Á húsþingi síðastliðinn föstudag ræddi Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum um svefn ungmenna og fullorðinna. Efnið er okkur hjartfólgið því skólinn gerði þær breytingar í haust að hefja skóladaginn kl. 8:30 í stað 8.10 áður, til að skoða áhrif þess á líðan nemenda.
Að loknu erindi tóku við lærdómsríkar málstofur. Þar kynnti starfsfólk verkefni við skólann, svo sem rafræna námsefnisgerð og líffræðivefsíðu, áherslur á munnleg verkefni og endurgjöf í tungumálakennslu, nemendaráðstefnu og fjölbreytt námsmat í jarðfræði, hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi nemenda og hvernig nýsköpunarhraðalinn MEMA-menntamaskína styður nemendur til að nýta hugvit sitt til að þróa lausnir í samstarfi við sérfræðinga.
Virkilega vel heppnuð endurmenntun á góðum eftirmiðdegi.