Hópurinn ásamt Björk Þorgeirsdóttur (standandi til vinstri) og Ásdísi Arnalds (standandi fyrir miðju)
Það er alltaf nóg að gera í
erlendu samstarfi hjá okkur í Kvennaskólanum. Nýlega fengum við tvær heimsóknir í tengslum við starfspeglunarverkefni (e.
jobshadowing) Erasmus+ áætlunarinnar. Dr. Emel Turan, líffræðikennari í Kutahya í Tyrklandi dvaldi hjá okkur dagana 10.-18. nóvember. Hún fékk að fylgjast með kennslu í hinum ýmsu greinum en aðallega þó í líffræði og efnafræði.
Þá fengum við stóran hóp sænskra stjórnenda frá Baldergymnasiet í Skellefteå í heimsókn til okkar þann 17. nóvember. Þau fengu kynningu á skólanum og ræddu við Ásdísi Arnalds aðstoðarskólameistara og Björk Þorgeirsdóttur námsstjóra. Áður höfðu þau heimsótt þrjá aðra framhaldsskóla hér á landi.