- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Síðastliðinn þriðjudag fóru fram 16 liða úrslit í Gettu betur. Spurningalið Kvennaskólans mætti liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ í mjög spennandi keppni. Kvennaskólinn leiddi keppnina eftir hraðaspurningar með 13 stig gegn 11 stigum FG og hélt forskotinu lengi vel í keppninni. Í lokin sigldu þó FG-ingar fram úr og sigruðu keppnina. Lokatölur voru 23-20.
Við þökkum okkar frábæra spurningaliði fyrir þátttökuna. Einnig viljum við þakka liðstjórum og þjálfurum fyrir vel unnin störf.
Síðast en ekki síst þökkum við Málfundafélaginu Loka fyrir skipulagið. Næst á dagskrá hjá félaginu er undirbúningur fyrir Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, sem hefst í byrjun febrúar.