Gjöf frá 40 ára stúdentum

 

Við brautskráningu síðastliðið vor flutti Elva Björt Pálsdóttir ræðu fyrir hönd 40 ára stúdenta. Þar rifjaði hún upp skemmtilegar minningar úr skólastarfinu ásamt því að færa skólanum peningagjöf í minningu látinna skólasystra, þeirra Önnu Jóhannesdóttur, Hjördísar Guðmundsdóttur og Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Gjöfinni var ætlað að bæta aðstöðu fyrir nemendur skólans.

Ákveðið var að kaupa sófa fyrir nemendur og sem myndu passa í nýtt nemendarými sem verið er að útbúa í tengibyggingu milli A og N. Fyrirtækið Á. Guðmundsson sá um að gera tvo sófa eftir máli fyrir skólann og eru þeir nú komnir á sinn stað. Við þökkum útskriftarárgangi 1982 kærlega fyrir að hugsa hlýtt til gamla skólans síns og vonum að nýju sófarnir nýtist núverandi og tilvonandi nemendum skólans sem allra best.