Uppskeruhátíð MEMA Menntamaskínu fyrir haustönn 2022 fór fram 14. desember síðastliðinn. Alls tóku 22 lið þátt að þessu sinni. Á uppskeruhátiðinni voru kynnt hvaða fimm lið komust alla leið í úrslit. Nemendur Kvennaskólans náðu þeim glæsilega árangri að eiga tvö af þessum fimm liðum. Það voru liðin Mýslihýsi (Margrét Helga, Una Erlín, Oddný og Nadía Lóa úr 3FC) og Súperteningar (Aðalbjörg og Harri úr 3FÞ, Hannes og Gísli úr 3FA og Rakel Lóa 3FC). Þau fengu að launum viðurkenningarskjöl og bókagjöf. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Forsvarsmenn keppninnar ákveða þema á hverri önn út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin sem varð fyrir valinu núna var tengt Heimsmarkmiði 2 = Ekkert hungur, sem verður að teljast einstaklega erfið áskorun og árangurinn því sérlega sætur.