- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendur Kvennaskólans stóðu sig með glæsibrag í hinni árlegu Þýskuþraut sem nú var haldin í 33. sinn. Félag þýskukennara stendur fyrir keppninni og alls tóku tæplega 50 nemendur framhaldsskólanna þátt að þessu sinni.
Alfa Magdalena Birnir Jórunnardóttir í 3.H gerði sér lítið fyrir og sigraði í þrautinni á stigi 2 sem er fyrir lengra komna nemendur. Hún hlýtur að launum námsferð til Þýskalands í sumar. Á stigi 1 lenti Ingibjörg Sigurðardóttir í 3. sæti, Sigurður Ari Stefánsson í 4. sæti og Ingibjörg Ólafsdóttir í 5. sæti, þau eru öll í 2.NA.
Við óskum nemendunum hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Alfa Magdalena, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigurður Ari við verðlaunaafhendinguna