- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Það eru forréttindi að hafa margar af helstu stofnunum landsins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Kvennaskólanum.
Nemendur í valáfanganum Stjórnmálafræði, fjölmiðlar og upplýsingamengun fóru í heimsókn á Alþingi nýverið. Þar fengu nemendur fræðslu um störf þingsins og skemmtilega skoðunarferð um húsið.
Þá fóru tveir hópar í Afbrotafræði (bæði valáfangi og sérgrein á félagsvísindabraut) í heimsókn í Hæstarétt þar sem nemendur fengu fræðslu um æðsta dómstig réttarkerfisins. Það vakti svo mikla lukku í lokin þegar nemendur fengu að skoða sig um í dómssalnum og prófa dómarasætin. Mikil gleði ríkti í heimsóknunum og greinilegt að gestgjafarnir voru ánægðir með að fá loksins skólahópa aftur í hús.