Hálfdán sigraði Rymju


Síðastliðinn fimmtudag hélt Keðjan, nemendafélag Kvennaskólans, söngkeppnina Rymju í Gamla bíó. Keppnin var glæsileg að vanda og mikil gleði ríkti í þessum fallega sal í miðborginni.

Sigurvegari kvöldsins var Hálfdán Aron Hilmarsson í 2FF. Hann verður því fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna þann 6. apríl næstkomandi í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Í öðru sæti hafnaði Hera Sjöfn Atladóttir í 1FB og Freydís Klara Halldórsdóttir í 2FF varð í þriðja sæti en með henni spiluðu Logi Hjörvarsson í 2NB, Leela Lynn Arni Stefansdóttir í 2FB og Gunnar Jónsson í 2FF.

Dómnefndina skipuðu þau Salka Sól Eyfeld, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Jóhannes Patreksson (Jói Pé).