- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Við vekjum athygli nemenda á verkefninu Stelpur diffra sem eru stærðfræðinámsbúðir fyrir áhugasamar stelpur og kynsegin framhaldsskólanemendur á aldrinum 16-18 ára. Í vikulöngu prógrammi eru þemadagar þar sem farið verður yfir þær greinar sem falla undir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna en einnig verður alls konar öðruvísi skemmtileg stærðfræði skoðuð. Samhliða er unnið að sjálfstyrkingu í gegnum jafnréttisfræðslu og með því að skoða mikilvægi (og ósýnileika) stærðfræðikvenna í gegnum söguna.
Námsbúðirnar verða haldnar 12.-16. ágúst 2024 í húsakynnum Háskóla Íslands. Búðirnar eru fyrir áhugasamar stelpur og stálp á framhaldsskólaaldri sem miðað er við að hafi lokið að minnsta kosti fyrsta árinu í framhaldsskóla, eða sambærilega áfanga sem teknir á því ári, og vilja læra meira umfram það sem kennt er í skólum. Vinsamlegast athugið að ætlast er til að þátttakendur mæti í alla tímana, en dagskráin er á milli 9-16 og mun samanstanda af kennslutímum, vinnusmiðjum, fyrirlestrum og öðrum skemmtilegum atburðum.
Þátttökugjald er 5.000 krónur en engum er vísað frá sökum fjárskorts.
Endilega kynnið ykkur verkefnið nánar á vefsíðunni https://www.stelpurdiffra.is/