- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Landskeppnin í efnafræði verður haldin fimmtudaginn 13. febrúar í framhaldsskólum landsins. Stigahæstu nemendum verður boðið að taka þátt í úrslitakeppninni helgina 8.-9. mars í Háskóla Íslands. Að úrslitakeppni lokinni verður valin Ólympíusveit Íslands í efnafræði 2025 sem mun taka þátt í tveimur keppnum: Norrænu Ólympíukeppninni í efnafræði í Gautaborg, Svíþjóð, 2.-5. júlí 2025 og Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði í Dubai, 5.-14. júlí 2025.
Það er gaman að segja frá því að sigurvegari landskeppninnar í fyrra var María Margét Gísladóttir sem varð stúdent úr Kvennaskólanum síðasta vor. Á ljósmyndinni má sjá hana sitja á úlfalda á Ólympíuleikum efnafræðinnar í fyrrasumar.
Skráðu þig í keppnina með því að senda póst/ tala við einhvern af efnafræðikennurunum í Kvennó (Elvu, Sesselju eða Sigurð).
ATH. Aðeins þeir nemendur sem eru ekki orðnir 20 ára þann 1. júlí 2025 eru gjaldgengir í Ólympíusveitina.