Undanfarin ár hafa nemendur í sjúkraþjálfunarfræðum boðið upp á heilsueflandi fræðslu í framhaldsskólum. Fræðslan ber heitið Hollráður og felst í stuttri kynningu á námi og starfi sjúkraþjálfara ásamt fræðslu um mikilvægi hreyfingar og heilbrigðs lífstíls og skaðsemi kyrrsetu. Þau komu í heimsókn í íþróttaáfangana okkar í síðustu viku og var mikil ánægja með kynninguna þeirra. Takk kærlega fyrir komuna!