- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Í dásamlegu veðri í gær gengu nemendur í 2FA og 2FF yfir í Seðlabanka Íslands og fræddust um starfsemina og hlutverk bankans. Heimsóknin er hluti af námi nemenda í þjóðhagfræði sem er skylduáfangi á félagsvísindabraut. Áfangann kenna Ásdís Ingólfsdóttir og Auður Einarsdóttir.
Það er óhætt að segja að vel hafi verið tekið á móti hópunum, þar sem fjórir starfsmenn fluttu kynningar og svöruðu spurningum. Heimsókninni lauk með stuttu innliti í myntsafn bankans. Árlega kemur fjöldi skólahópa og ýmissa annarra hópa í heimsókn í Seðlabanka Íslands en síðastliðin tvö ár hefur minna farið fyrir heimsóknum. Það var greinilegt að starfsfólki fannst heimsóknin kærkomin og viljum við þakka þeim fyrir sérdeilis góðar móttökur. Það eru mikil forréttindi að vera staðsett í miðborginni og geta farið fótgangandi með nemendur í stofnun sem þessa.
Mynd frá heimsókninni
Mynd Í eigu Seðlabanka Íslands