- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nú er fullt í allar fjórar heimsóknirnar sem við auglýstum fyrir 10. bekkinga. Samtals munu því 600 nemendur mæta í heimsóknir þetta skólaárið sem er líklega met. Við getum því miður ekki boðið forráðamönnum að koma með í heimsóknirnar að þessu sinni.
Nú eiga allir sem skráðu sig að vera búnir að fá tölvupóst á netfangið sem skráð var í skráningarskjalið. Mjög mikilvægt er að láta vita ef einhver ætlar ekki að nýta plássið sitt því margir nemendur eru á biðlista. Senda skal póst á kvenno@kvenno.is eða hringja í síma 5807600.
Mikilvægt er að skoða tölvupóstinn vel, sérstaklega hvenær og hvert þú átt að mæta.
Það er grímuskylda í skólanum og eru 10. bekkingar ekki undanþegnir þeirri reglu þegar þeir heimsækja skólann. Þetta er vegna þess að í hverja heimsókn mæta 150 nemendur víðs vegar að, inn í skólahúsnæði sem yfir 700 nemendur/starfsfólk sækja daglega. Því er mjög mikilvægt að sýna fyllstu varúð og virða sóttvarnir.
Þá getur verið gott fyrir áhugasama að skoða vel kynningasíðu skólans. Þar má finna myndbönd, bæklinga og allar helstu upplýsingar um skólann. Kynningaglærurnar sem verða notaðar í heimsóknunum verða vistaðar á sömu síðu.
Ef einhverjar spurningar vakna um fyrirkomulagið má hafa samband við skólann í síma 5807600 eða senda fyrirspurn á kvenno@kvenno.is
Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur og sýna ykkur skólann!