Hilmar og Hrafn keppa í úrslitum eðlisfræðikeppninnar

Frá vinstri: Hilmar Andri og Hrafn Ingi
Frá vinstri: Hilmar Andri og Hrafn Ingi

 

Nú liggja fyrir úrslit í forkeppni eðlisfræðikeppninnar sem haldin var í framhaldsskólum landsins þriðjudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni tóku þátt 138 keppendur úr 8 framhaldsskólum. Efstu 16 keppendunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin er í Háskóla Íslands helgina 15.-16. mars þar sem nemendur spreyta sig í bæði bóklegum og verklegum þáttum í eðlisfræði. 

Tveir Kvenskælingar munu keppa í úrslitakeppninni. Það eru þeir Hilmar Andri Lárusson og Hrafn Ingi Gunnarsson Kaldal en báðir eru þeir í 3NB.

Verðlaun verða svo veitt fyrir fimm efstu sætin. Þar að auki verður fimm efstu keppendunum boðið að verða fulltrúar Íslands í Alþjóðaólympíukeppninni í eðlisfræði  sem haldin verður í júlí.

Við óskum Hilmari og Hrafni innilega til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim um næstu helgi!