- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nú er innritun nýnema í Kvennaskólann lokið og hafa verið innritaðir 228 nemendur á 1. ár, 78 nemendur á félagsvísindabraut, 126 nemendur á náttúruvísindabraut, 14 nemendur á íslenskubraut og 10 nemendur á starfsbraut . Alls sóttu 700 nemendur um skólavist á félags- og náttúruvísindabraut, 303 í 1. vali og 397 í 2. vali. Við úrvinnslu umsókna er unnið eftir verklagsreglum um inntöku nýnema. Umsækjendur um nám í Kvennaskólanum sem ekki fengu samþykkta skólavist geta skráð sig á biðlista hér og haft verður samband við viðkomandi í ágúst ef pláss losnar og hægt er að veita skólavist.
Nýnemum verður sendur tölvupóstur með helstu upplýsingum en einnig má finna upplýsingar hér.
Hér eru slóðir á samfélagsmiðla skólans: Instagram og Facebook.
Bestu óskir um gleðilegt sumar!