- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nú er innritun í Kvennaskólann lokið. Því miður fengu færri skólavist en vildu en þetta haustið voru 226 nemendur innritaðir á fyrsta ár, en alls bárust 697 umsóknir. Við val á nemendum var að öllu leyti stuðst við verklagsreglur skólans við inntöku nýnema.
Nýnemar í 1. bekk eiga að mæta á skólasetningu fimmtudaginn 18. ágúst kl. 9:00. Skólasetningin verður í Uppsölum, Þingholtsstræti 37.
Hægt verður að sjá stundaskrá og námsgagnalista í Innu um miðjan ágúst. Inna er upplýsinga- og námskerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. einkunnir, mætingu, námsferil, námsáætlanir og námsgagnalista. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu með sínum rafrænu skilríkjum.
Greiðsluseðill fyrir innritunargjöld haustannar hefur verið stofnaður og er sýnilegur á island.is og í heimabanka forráðamanna. Gjalddagi er 1. júlí en eindagi 15. júli.
Við hvetjum nýnema og forráðamenn til að kynna sér vel upplýsingar um námið, skólareglur og þjónustu skólans á heimasíðunni. Einnig er gott að lesa svör við algengum spurningum sem brenna oft á nýnemum.
Hér eru slóðir á samfélagsmiðla skólans: Instagram og Facebook.
Skólinn sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur með óskum um gott samstarf á komandi árum.