Vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Umræður um hina svokölluðu corona-veiru hafa ekki farið fram hjá okkur hér í Kvennaskólanum. Af því tilefni vil ég koma eftirfarandi á framfæri við ykkur: Nokkuð er um ferðalög starfsmanna og nemenda og er mikilvægt að skoða hvaða svæði flokkast undir áhættusvæði þar sem meiri hætta er á samfélagssmiti. Við viljum vekja athygli á ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna kórónuveirunnar/COVID-19. Þær má finna inni á vef Landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Þess má geta að þessi áhættusvæði breytast reglulega en í augnablikinu eru þessi svæði Kína, Ítalía, Suður-Kórea og Íran. Við hvetjum alla til að fara eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis sem eru uppfærðar reglulega eftir ástæðum. Á heimasíðu Landspítalans (landspitali.is) má lesa um hvernig á að draga úr sýkingarhættu vegna kórónuveirunnar. Þar stendur ýmislegt og snýst það aðallega um það að gæta hreinlætis, með því að þvo sér vel um hendurnar og nota spritt. Einnig má lesa sér til á vef landlæknis og þar eru líka sérstakar leiðbeingar til barna og ungmenna. Kynnum okkur öll vel hvað við getum gert.
Ráðleggingum um handþvott og sótthreinsispritt hefur verið komið fyrir á öllum snyrtingum skólans og víðar.
Ef ástæða þykir til munu skólayfirvöld koma nýjum upplýsingum á framfæri jafnóðum og þær kunna að berast.
Með góðri kveðju, Hjalti Jón, skólameistari