Kærkomið jólaleyfi

Makalausri haustönn er að ljúka og gamli Kvennaskólinn er kominn í hátíðarbúning.
Starfsfólk og nemendur halda brátt í kærkomið jólaleyfi eftir frækilega frammistöðu. Brautskráningu verður streymt laugardaginn 19. desember kl. 11.00.


Kennsla á vorönn hefst þann 6. janúar. Ekki er ljóst hvort boðið verður upp á hreint fjarnám eða blöndu af staðnámi og fjarnámi. Fer það eftir því hvort ástandið verður rautt eða appelsínugult hvað sóttvarnaraðgerðir og fjarlægðarmörk varðar. Við erum tilbúin í það sem koma skal. Von okkar er sú að eðlilegt skólastarf geti hafist sem fyrst á nýju ári. Við munum senda og birta frekari upplýsingar þegar nær dregur.

Kveðja
Hjalti Jón, skólameistari