Keppendur í Gettu betur og Morfís

 

Nú er undirbúningur í fullum gangi fyrir Gettu betur og Morfís. Það er Málfundafélagið Loki sem heldur utan um þessi mál í skólanum og samkvæmt formanni félagsins, Maríönnu Katrínu Bjarkadóttur er góð stemning í hópnum. Báðar keppnirnar hefjast fljótlega eftir áramót og bíðum við spennt eftir að sjá hverjir verða keppinautar liðanna í fyrstu viðureignum. 

Lið skólans í Gettu betur skipa Boyd Clive Aynscomb Stephen, Salka Snæbrá Hrannarsdóttir og Hafsteinn Breki Gunnarsson. Liðstjórar verða Embla María Möller Atladóttir, Karen Sól Halldórsdóttir og Bjarney Ósk Harðardóttir.

Í ár á Kvennaskólinn einnig fulltrúa í stýrihópi Gettu betur en Elva Dögg Sveinsdóttur var valin í það verkefni. Þjálfarar liðsins eru Markús Már Efraím og Steingerður Sonja Þórisdóttir.

Morfís hópinn okkar skipa Gabríel Leó Ívarsson, Erlen Isabella Evudóttir, Embla María Möller Atladóttir, Alex Þór Júlíusson og Aron Nói Ewansson Callan. Þjálfarar í vetur verða þeir Jón Þór Stefánsson og Guðmundur Hrafn Kristjánsson.

Við óskum þeim öllum góðs gengis í æfingaferlinu og hlökkum til að fylgjast með þeim á vorönn.