- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Umhverfisráð Kvennaskólans ákvað á dögunum að fá nemendur og starfsfólk til að taka þátt í átaki til að kolefnisjafna akstur sinn. Fyrir upphæðina sem safnaðist verða alls 75 tré gróðursett fyrir hönd Kvennaskólans. Það er Kolviður, sem stofnaður var að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, sem sér um að gróðursetja, en hlutverk sjóðsins er að gera landsmönnum kleift að jafna kolefnislosun sína vegna samgangna með því að beita skógrækt sem vopni í baráttunni.
Þetta er til fyrirmyndar og þökkum við öllum sem tóku þátt í verkefninu hér í Kvennó. Virkilega vel gert!