Kvennaskólinn varð fyrir valinu þegar skýrsla UNFPA var kynnt í fyrsta sinn á Íslandi

 

Nemendur Kvennaskólans fengu kynningu á skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, sem var gefin út við þau tímamót að jarðarbúar náðu 8 milljörðum í nóvember síðastliðnum. Nemendur höfðu unnið með helstu niðurstöður skýrslunnar og undirbúið spurningar fyrir gesti frá Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna, þeim Ulla E. Müller frá svæðisskrifstofu Norðurlandanna ásamt Klaus Simoni Petersen frá aðalskrifstofunni í New York, Elínu R. Sigurðardóttur, skrifstofustjóra þróunarsamvinnuskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu og Völu Karen Viðarsdóttur, framkvæmdarstjóra Félags Sameinuðu þjóðanna hér á landi.
 
Umræðan snérist að stórum hluta um réttindi til sjálfsákvörðunar yfir eigin líkama, réttinum til náms, þekkingar yfir eigin líkama og aðgengi að getnaðarvörnum og virks heilbrigðiskerfis. Hlutverk Íslands í stóra samhenginu var nemendum hugleikið og hvernig ungir nemendur geta haft áhrif á að réttindi einstaklinga um allan heim séu virt.
 
Hér má finna skemmtilega frétt sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins um heimsóknina til okkar. 
Hér má lesa sjálfa skýrsluna og eins hvetjum við fólk til að skoða þetta myndband sem fer yfir allra mikilvægustu niðurstöðurnar úr skýrslunni.