- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendur Kvennaskólans söfnuðu flestum undirskriftum framhaldsskóla í árlegri herferð Amnesty International ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI. Hann hlýtur því nafnbótina Mannréttindaskóli ársins 2020 ásamt þremur öðrum skólum og fær að launum glæsilegan verðlaunagrip og viðurkenningarskjal. Í dag var svo mannréttindaskólunum fjórum þakkað fyrir framlagið og boðið á hádegistónleika með tónlistarmanninum Jóni Jónssyni. Hann flutti nokkur lög og tilkynnti formlega um árangur sigurvegaranna í ár. Þrátt fyrir samdrátt í söfnun undirskrifta vegna kórónuveirufaraldursins söfnuðu skólar landsins í heildina 7907 undirskriftum. Þar af komu 2502 undirskriftir frá grunnskólum og 5407 undirskriftir frá framhaldsskólum. Unga kynslóðin er sannarlega að standa sig vel.