Kvennó flaug inn í undanúrslitin!

Keppendur ásamt þjálfurum sínum. Efri röð f.v. Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Breki Gunnarsson…
Keppendur ásamt þjálfurum sínum. Efri röð f.v. Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Breki Gunnarsson, Ari Borg Helgason og Hildur Sigurbergsdóttir. Neðri röð f.v. Jón Kristján Sigurðarson, Árni Jónsson og Embla María Möller Atladóttir.

 

Í gærkvöldi fór fram fyrsta viðureignin í átta liða úrslitum Gettu betur. Þá mættust í sjónvarpssal lið Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund.

Kvennaskólinn leiddi eftir hraðaspurningar með 15 stigum gegn 6 stigum MS og hélt góðri forystu allt til loka. Leikar fóru þannig að Kvennaskólinn sigraði með 29 stigum gegn 14 stigum Menntaskólans við Sund. Lið Kvennaskólans skipa Árni Jónsson, Embla María Möller Atladóttir og Jón Kristján Sigurðarson.

Mjög góð stemning var í salnum og það var gaman að sjá Kristinn Óla Haraldsson (KrÓla) í hlutverki spyrils. Áhorfendur stóðu sig frábærlega við að hvetja liðin sín áfram. Hljómsveitin 5K sá um skemmtiatriði fyrir hönd Kvennaskólans. Freydís Klara Halldórsdóttir söng lagið Don’t Know Why eftir Norah Jones og með henni spiluðu Logi Hjörvarsson, Leela Lynn Arni Stefánsdóttir og Gunnar Jónsson.

Takk innilega fyrir ykkar framlag og skemmtunina öll sömul. Þið eruð skólanum til mikils sóma. Við óskum keppendum, liðstjórum og þjálfurum innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með undanúrslitunum sem verða í mars.