Kvennó meðal fimm efstu í Menntamaskínu


Uppskeruhátíð Menntamaskínu 2021 fór fram þriðjudaginn 14. desember síðastliðinn í streymi. Sýnd var samantekt af öllum innsendum hugmyndum og kynnt hvaða fimm hugmyndir voru valdar í úrslit af dómnefnd MEMA 2021. Í ár skiluðu tuttugu lið inn hugmyndum og var lið Kvennaskólans, Skyr-Garðar í einu af fimm efstu sætunum hjá dómnefnd. Á viðburðinum fluttu eftirtaldir einstaklingar ávarp til þátttakenda:
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Þóra Óskarsdóttir, forstöðumaður Fab Lab Reykjavík

Sigurvegarar að þessu sinni var liðið Softblock úr FB en verkefni þeirra gekk út á að endurnýta rúmdýnur sem hent er á Íslandi, en það falla til um 20.000 slíkar á ári og eru þær alla jafna urðaðar.

Síðastliðinn föstudag var svo umfjöllun um keppnina í síðdegisþættinum á Rás 2. Hér má hlusta á upptöku af þeim þætti. 
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á
facebook síðu MEMA 
Myndband af verkefni hópsins í Kvennó má finna hér