Kvenskælingar í Háskólabíó

 

Á morgun, miðvikudaginn 2. mars, verður jafnréttisdagskrá í Háskólabíói kl. 10-12 fyrir alla nemendur skólans í boði foreldrafélagsins og skólans.Undanfarin misseri hafa oftsinnis komið upp óskir frá nemendum að í skólanum verði boðið upp á meiri fræðslu um jafnrétti og kynjafræði í víðu samhengi. Jafnréttisteymi nemenda hefur unnið hörðum höndum að skipulagningu viðburðarins.Dagskráin á morgun er þannig að nemendur mæta í 1. kennslustund kl. 08.30. Þeir mæta síðan í 2. tíma þar sem tekið verður manntal og ganga beint úr honum upp í Háskólabíó. Nemendur hafa síðan tíma til að ganga tilbaka og fá sér að borða. Kennsla hefst aftur kl. 13:20. Gert er ráð fyrir að kennarar gangi með nemendum vestur í Háskólabíó. Fyrirlesararnir í Háskólabíói eru:

  • Chanel Björk Sturludóttir (fyrrum Kvenskælingur) og Miriam Petra Awad fjalla um rasisma og öráreiti í íslensku samfélagi (https://via.is/um-okkur-via/chanel-bjork -sturludottir/)
  • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, kyn- og kynfræðingur, sérfræðingur á sviði kynheilbrigðis og jafnréttismála (https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/vika-sex/29906)
  • Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og jafnréttisfræðari, sem heldur m.a. úti hlaðvarpinu Karlmennskan (https://www.karlmennskan.is/ummm)Marín Inga, sigurvegari Rymju 2022, mun flytja sigurlagið. Kynnar verða Kristín Þorsteinsdóttir og Sindri Thor Sindrason.Áríðandi: Spáð er rigningu og því mikilvægt að klæða sig eftir veðri því gengið verður í Háskólabíó og tilbaka. Allir nemendur eiga að mæta.Efnisviðvörun: Í fræðslunni verður meðal annars komið inn á kynferðislegt ofbeldi.