- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema verður miðvikudagskvöldið 31. ágúst kl. 20:00. Við hefjum fundinn í húsnæði skólans við Þingholtsstræti 37 (á horni Þingholtsstrætis og Hellusunds). Þar kynnir Ína Björg Árnadóttir, náms- og starfsráðgjafi, stoðþjónustu skólans og Ester Bergsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi skólans, verður með erindi. Umsjónarkennarar fara síðan í stofur með forráðamönnum síns bekkjar (gott að vita í hvaða bekk barnið er) og kynna þar ýmislegt er viðkemur skólastarfinu. Síðan gefst tækifæri til að skoða skólann.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari
Ásdís Arnalds, aðstoðarskólameistari
Björk Þorgeirsdóttir, námstjóri