Silja og Katla Líf
Þær frábæru fréttir bárust okkur að eitt lið úr Kvennó, Talía - The Label, er komið í úrslit í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla - JA Iceland. Kvennó sendir lið í keppnina í tengslum við
frumkvöðlafræði-valáfangann sem kenndur er á hverju ári.
Liðið skipa Katla Líf Ólafsdóttir og Silja Ómarsdóttir og varan eru litlar töskur úr endurnýttu efni frá Rauða krossi Íslands. Töskurnar eru í mismunandi stærðum og litum og eru ætlaðar undir snyrtivörur eða aðra smærri hluti. Alls komust 30 fyrirtæki af 160 áfram. Nú taka við viðtöl við dómara og svo er lokaathöfnin í Arion banka fimmtudaginn 27. apríl þar sem verðlaun verða veitt.
Við óskum þeim Kötlu og Silju innilega til hamingju með árangurinn og vonum að úrslitakeppnin gangi sem allra best.