- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Í dag kveðjum við elsku Raggý okkar eftir erfið veikindi og þar með hefur stórt skarð verið höggvið í starfsmannahópinn. Raggý var sjálf nemandi í Kvennaskólanum og hóf að kenna efnafræði við skólann árið 2001. Hún var farsæll kennari, hlý, fagleg, atorkusöm og hafði frumkvæði, ásamt sínu góða samstarfsfólki, að nýjungum og breytingum í faginu og gerð kennsluefnis. Það sem einkenndi hana var mikil glaðværð sem smitaði út frá sér í hóp starfsfólks og nemenda. Hún hafði einstaklega góða nærveru og sá svo oft björtu og jákvæðu hliðarnar á öllu og öllum. Raggý var sólargeisli og í minningunni alltaf brosandi eða hlæjandi.
Við í Kvennaskólanum erum þakklát fyrir samstarfið, samfylgdina og yndisleg kynni og munum sakna Raggýjar sárt. Við samstarfsfólk hennar sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur.