- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.
Einnig má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á þessum dögum. Áhrifin verða hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.
Við bendum líka á upplýsingavef á vefsíðu Stjórnarráðsins fyrir ítarlegar upplýsingar.
Mánudagur 15. maí
Einhverjar lokanir verða og undirbúningur í nágrenni skólans og ljóst að einhverjar tafir verða á umferð. Strætóleiðir verða með eðlilegum hætti þar til á mánudagskvöld. Verið tímanlega, sérstaklega ef þið komið á bíl í próf.
Þriðjudagur 16. maí
Engin próf verða þann dag og flest starfsfólk verður í fjarvinnu.
Miðvikudagur 17. maí
Á kortinu hér að neðan (frá upplýsingasíðu Vegagerðarinnar vegna Evrópufundar) má sjá hvaða akstursleiðir verða lokaðar á þriðjudag og miðvikudag. Hægt verður að fara um ljósbleika svæðið gangandi og á hjóli. Hjól rafhlaupahjólaleiganna verða ekki virk innan svæðisins. Skærbleika svæðið næst Hörpu verður alveg lokað almenningi. Strætó fer hjáleið og alveg ljóst að töluvert labb verður frá strætistöðvum að skólabyggingu á miðvikudag, sjá nánar á kortinu hér að neðan og á www.straeto.is
Kort www.vegagerdin.is Kort www.straeto.is