Maurar í líffræðitíma!

 

Í síðustu viku komu meistaranemar frá líffræðideild Háskóla Íslands í heimsókn með maurabú! Þeir Andreas og Rafn komu til okkar í þrjá líffræðitíma og kynntu fyrir nemendum helstu einkenni maura, þróunarsögu, félagshegðun og margt fleira. Þeir útskýrðu einnig sögu maura hér á landi og hvar þá er að finna, hvað ber að varast þegar maður kaupir pottaplöntu út í búð því það er aldrei að vita nema lítið maurabú leynist í plöntunni! Nemendur fengu svo að skoða maurabú og fylgjast með verkaskiptingu og hvernig maurabúið starfar. Nemendum fannst þetta virkilega spennandi og þau voru mjög forvitin um ýmislegt sem tengist maurum. Takk kærlega fyrir heimsóknina kæru Andreas og Rafn.