- Dagskrá fyrir nýnema á 1. ári verður mánudaginn 19. ágúst. Skólasetning hefst kl. 9:00 í Uppsölum, húsnæði skólans við Þingholtsstræti 37. Dagurinn hefst með stuttu ávarpi og kynningu frá skólameistara og svo hitta nemendur umsjónarkennara og bekkjarfélaga. Að því loknu munu fulltrúar úr nemendafélaginu ganga með nýnemum um húsnæði skólans og stjórna hópefli. Gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 12:00. Nýnemar þurfa ekki að mæta með nein skólagögn (né skólatösku) þennan dag.
- Þeir nemendur sem kosnir voru í nefndir og ráð á vegum nemendafélagsins síðastliðið vor eiga að mæta í Uppsali mánudaginn 19. ágúst kl. 13:00. Þar verður fræðsludagskrá sem reiknað er með að standi til kl. 16:00. Við biðjum ykkur um að skrá ykkur fyrirfram hér.
- Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst. Nemendur eru beðnir um að athuga stundaskrá reglulega á Innu þar sem stofutaflan getur breyst fyrstu vikurnar.
- Opnað verður fyrir stundatöflur á Innu þriðjudaginn 13. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
- Námsgagnalistar (bókalistar) eru á Innu.
- Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður mánudaginn 2. september kl. 19:30. Á fundinum verður farið yfir ýmsa þætti í starfi skólans.
- Ef nemendur eru með óskir um breytingar á valáföngum þá er hægt að biðja um töflubreytingar í gegnum Innu. Einnig er hægt að hafa samband við Björk áfangastjóra (bjorkth@kvenno.is) eða Ásdísi aðstoðarskólameistara (asdisa@kvenno.is). Upplýsingar um valáfanga er að finna undir aðstoð í Innu. Lokadagur töflubreytinga er fimmtudagurinn 22. ágúst. Athugið að þetta á ekki við um nýnema.
- Ef nemendur hafa klárað áfanga á framhaldsskólastigi geta þeir óskað eftir að fá þá það nám metið til eininga hjá okkur, sjá nánari upplýsingar hér. Nemendur sem óska eftir mati þurfa að hafa samband við Björk áfangastjóra með því að senda tölvupóst sem fyrst á netfangið bjorkth@kvenno.is.
- Í upphafi skólaárs er gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér.
- Við mælum með að allir nýnemar og forráðamenn renni yfir svör við algengum spurningum í upphafi skólagöngu. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar.
- Við minnum nemendur og forráðamenn á að hægt er að “fylgja” facebook og instagram síðum Kvennaskólans. Þar má finna ýmsar tilkynningar og fréttir.
Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur.