Mikilvæg atriði vegna námsmatsdaga

 

Kæru nemendur og forráðamenn
Síðasti kennsludagur á haustönn verður næstkomandi föstudagur, 3. desember. Námsmatsdagar hefjast mánudaginn 6. desember.

  • Mjög mikilvægt er að allir nemendur skólans lesi vel yfir prófareglur skólans, sjá hér.
  • Nemendur sjá próftöfluna sína í Innu og í þessu skjali hér. Af gefnu tilefni minnum við á mikilvægi þess að nemendur skoði vel klukkan hvað prófin byrja og í hvaða kennslustofu á að mæta.
  • Veikindi á að tilkynna strax að morgni prófdags og staðfesta síðan með læknisvottorði dagsettu samdægurs. Vottorði skal skila á skrifstofu þegar nemandi kemur næst í skólann. Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 16. desember.
  • Hægt er að nálgast ýmis gögn og góð ráð frá náms- og starfsráðgjöfum skólans, t.d. skipulagsblöð og góðar aðferðir við tímastjórnun og próftækni, hér og undir aðstoð í Innu.

Gangi ykkur sem allra best.