Námstjóri sendi tölvupóst í dag á nemendur og forráðamenn vegna lokaprófa. Þar eru nemendur hvattir til að kynna sér eftirfarandi:
1. Undirbúningur
- Hvenær byrjar prófið?, Hvað er prófið langt?, Hvernig skipulag er á prófinu?, Hvað gildir prófið mikið af lokaeinkunn?, Hvaða efni er til prófs?, Má nota gögn í prófinu? – ef já hvaða gögn má nota?.....Muna að lesa vel fyrirmæli frá kennurum.
2. Aðstæður
- Hvar er ró og næði? Passa að enginn/ekkert trufli / setja símann á silent
- Ertu með gott netsamband? Það er mjög mikilvægt.
- Ef þú átt í einhverjum vankvæðum með að taka prófið/n heima þá getur þú komið og tekið prófið/n í skólanum. Þú þarft að skrá þig með því að senda tölvupóst til námstjóra bjorkth@kvenno.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 2. desember ef þú vilt taka prófið/n í skólanum
- Eru rafrænu skilríkin í lagi eða eruð þið búin að tengja Office-aðganginn við Innu?
- Er tölvan hlaðin og í sambandi?
3. Athuga
- Að tilkynna veikindi að morgni prófdags til skrifstofu skólans í síma 580-7600 (forráðamaður þarf að tilkynna veikindi)
- Að rafrænu prófin eru einstaklingsverkefni og í þessum prófum eins og öðrum prófum gilda prófareglur skólans
- Á vefsíðunni finnið þið reglur skólans um námsframvindu og endurtökupróf
4. Í prófinu
- Gott að koma sér fyrir ca. 5 mín áður en prófið byrjar, lesa fyrirmæli í prófinu mjög vel. Skoða vægi spurninganna (því meira vægi – því meiri tími ætti að fara í þær!)
- Hafa strax samband við kennara og/eða skrifstofu skólans ef þú lendir í tæknivandræðum
- Passa að vista og skila.
- Ef "Ekki tókst að vista" kemur uppá tölvuskjáinn þá er líklegt að netsambandið hafi dottið út og þá er best að hafa strax samband við skólann og fá leiðbeiningar um hvað er best að gera.