Mikilvægt


Námsmatsdagar hefjast í næstu viku. Próftöfluna er að finna bæði á Innu og á heimasíðu skólans.   

Nemendur þurfa að skoða vel klukkan hvað hvert próf er og í hvaða stofu, sjá hér: https://www.kvenno.is/is/dagatal/profadagar-5
Ef próf er í fleiri en einni byggingu þarf að athuga vel í hvaða byggingu hver bekkur á að vera. 
Nemendur sem hafa skráð sig hjá námsráðgjöfum í sérstofu taka prófin sín í stofu M22.    

Mikilvægt er að nemendur kynni sér vel prófareglur og prófafyrirkomulag, sjá hér: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/namsmat-og-namsframvinda/profareglur.
Athugið að ef nemandi verður uppvís að því að nota óleyfileg gögn telst nemandi fallinn á prófinu.   Öll snjalltæki og/eða heyrnartól eru bönnuð

Slökkt skal á símum eða stilla á flugstillingu og þeir skildir eftir hjá yfirsetufólki eða hafðir í tösku eða yfirhöfn. Yfirhafnir, töskur og annað sem nemendur hafa meðferðis skal setja fremst í prófstofu. Pennaveski, drykki/nasl má hafa á gólfi við hlið borðs (ekki á sjálfu borðinu).

Að loknu prófi skal yfirgefa bygginguna hljóðlega svo nemendur sem eru ennþá í prófi verði ekki fyrir truflun.   

Veikindi á að tilkynna strax að morgni prófdags (hringja á skrifstofu skólans) og staðfesta síðan með læknisvottorði dagsettu samdægurs. Vottorðinu skal skila á skrifstofu skólans rafrænt á kvenno@kvenno.is.

Sjúkrapróf verða föstudaginn 17. maí í stofu N2 og hefjast kl. 9:00.

Hægt er nálgast ýmis gögn og góð ráð frá náms- og starfsráðgjöfum skólans, t.d. skipulagsblöð, góðar aðferðir við tímastjórnun og próftækni, sjá hér:  https://www.kvenno.is/is/foreldrar/stodthjonusta/nams-og-starfsradgjof og undir aðstoð í Innu.  

Gangi ykkur sem allra best