Nemendur héldu ráðstefnu

 

Fyrr í mánuðinum var haldin ráðstefna um jarðsöguleg málefni hjá nemendum á þriðja ári í jarðfræði. Ráðstefnan var haldin í matsal skólans og stóð yfir allan daginn. Verkefnið er hópverkefni sem unnið var að jafnt og þétt mestalla önnina. Uppskeran er svo kynnt á ráðstefnudeginum, bæði á ítarlegum veggspjöldum sem eru hengd upp í matsalnum og með fræðilegum fyrirlestri.

Helstu markmið þessa verkefnis eru annars vegar að þjálfa nemendur í heimildaöflun og gagnrýnni hugsun, og hins vegar að þjálfa nemendur í framsetningu efnis bæði skriflega og munnlega. Þessi þjálfun nýtist í flestu sem nemendur taka sér fyrir hendur í framhaldinu.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá ráðstefnunnar og þau erindi sem nemendur fluttu. Þótti ráðstefnan takast vel og voru fyrirlestrar skemmtilegir og fræðandi ásamt því að veggspjöld voru upp til hópa vel hönnuð. Kennarar í áfanganum eru Auður Agla Óladóttir og Haraldur Gunnarsson.