- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Við fréttum af stórskemmtilegu verkefni hjá Sólveigu Einarsdóttur í íslenskutíma með 3NA. Nemendur voru að læra um félagslegt raunsæi í bókmenntasögunni á sínum tíma og þau áttu að semja greinar, örsögur, ljóð o.fl. í anda félagslegs raunsæis í nútímanum. Virkilega vel unnið verkefni hjá þeim þar sem allir lögðu sín lóð á vogarskálarnar.
Afraksturinn má sjá hér að neðan. Inni í tímaritinu er hægt að sjá ljósmynd af nemendunum. Mjög efnilegt fjölmiðlafólk hér á ferð!