- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
í gær tóku níu fyrrverandi nemendur úr Kvennaskólanum við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Það er gaman að segja frá því að Kvennaskólinn átti flesta styrkhafa allra framhaldsskóla á landinu að þessu sinni. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
Styrkþegar úr Kvennó að þessu sinni eru þær Alda Áslaug Unnardóttir, Alfa Magdalena Birnir Jórunnardóttir, Anna Huyen Ngo, Guðrún Lilja Pálsdóttir, Hekla Dís Kristinsdóttir, Nanna Eggertsdóttir, Nína Steingerður Káradóttir, Sesselja Picchietti og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir.
Við erum rifna úr stolti yfir þessum stóra hópi styrkþega og sendum þeim okkar innilegustu heillaóskir. Við söknum þeirra héðan úr Kvennó og vitum að þær munu láta til sín taka á nýjum og spennandi vettvangi.
Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands, https://www.hi.is/frettir/fjorutiu_fa_styrk_ur_afreks_og_hvatningarsjodi_studenta_hi