Við viljum bjóða öllum að kíkja á opna kóræfingu miðvikudaginn 31. ágúst kl 16:15 í íþróttasal skólans. Kóráfanginn er metinn til eininga (2 einingar á önn). Það er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af kórsöng, vel er tekið á móti öllum. Hér er líka frábært tækifæri til að kynnast nemendum í öðrum bekkjum og taka þátt í skemmtilegu og valdeflandi félagsstarfi. Kórinn æfir að jafnaði tvisvar í viku, kemur fram á tónleikum og útskrift, fer í ferðir og skemmtir sér saman.
Kór Kvennaskólans hefur getið af sér gott orð og er annálaður fyrir fjöbreytt lagaval, sönggleði og frábæran félagsskap. Kórmeðlimir eru sérlega spenntir að taka á móti nýnemum í kórinn. Fyrir utan reglubundnar æfingar er kórinn duglegur að hittast og styrkja vinaböndin. Eftir áramót er stefnt á ferðalag og einnig verður samstarf við aðra framhaldsskóla.
Dæmi um verkefni kórsins undanfarin misseri
- Jólatónleikar og kaffihúsastemning - Kórinn syngur inn jólinn í byrjun desember. Eftir tónleika gæða allir tónleikagestir sér á heitu kakói, smákökum og jólakruðerí. Falleg stemning og ljúf.
- Ferðalög: kórinn hefur bæði farið til Akureyrar og á Laugarvatn í æfingarbúðir og til að kynnast kórstarfi þar.
- Samstarf við innlenda kóra: Kórinn hefur unnið með Kór Menntaskólans við Laugarvatn og einnig MH- kórnum. En þessir þrír kórar héldu saman tónleika í Skálholti 2019. Það er ómetanlegt að kynnast samnemendum úr öðrum skólum.
- Samstarf við erlenda kóra: Við höfum tekið á mótum kórum frá Bandaríkjunum og Finnlandi til dæmis og haldið með þeim tónleika.
- Söngur í stuttmynd sem Amnesty International framleiddi og snýr að því að vekja athygli á bágum kjörum ungmenna víðs vegar um heim.
- Þátttaka í myndbandi fyrir heimsfriði - Imagine. Verkefni sem kórar víðsvegar um heim syngja brot úr laginu.
- Styrktartónleikar - Kórfélagar hafa staðið að fjáröflunartónleika fyrir BUGL.
- Vortónleikar - ýmis lög.
Lagavalið er fjölbreytt en hér eru nokkur dæmi um það sem hefur verið á dagskránni
- Lög úr söngleikjum, kvikmyndum / sjónvarpsþáttum og júróvisjón
- Bohemian Rhapsody (Queen)
- Rauði Riddarinn ( Hreiðar Ingi)
- Africa - Toto
- Heyr mína bæn
- Íslensk þjóðlög
- Jólalög (íslensk og erlend)
- Hefbundin kórverk íslensk og erlend