- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, frumsýndi í vikunni Lígallí Blonde í Gamla bíó. Sýningin hefur hlotið frábæra dóma. Hún er full af húmor og glæsilegum söng- og dansatriðum og leikararnir gjörsamlega heilla salinn upp úr skónum með hæfileikum sínum.
Leikstjóri verksins er Hreindís Ylva Garðarsdóttir og Katrín Vignisdóttir sér um dans- og sviðshreyfingar. Það eru í kringum 60 nemendur sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Það eru leikarar, sminkur, hárgreiðslufólk, búningateymi, sviðsmyndateymi, sviðsmenn, aðstoðarfólk og að sjálfsögðu listrænir stjórnendur. Allur þessi hópur hefur unnið þrekvirki og útkoman er hreint út sagt mögnuð.
Söngleikurinn segir frá ungri konu að nafninu Elle Woods sem er formaður í systrafélaginu Delta New. Hún sækir um lögfræðinám í Harvard í þeim tilgangi að endurheimta ástina í lífi sínu, Warner. Hún kemst að því hvernig þekking hennar á lögum getur hjálpað öðrum þegar hún fær tækifæri til að verja líkamsræktardrottninguna Brooke Wyndham í morðréttarhöldum. Í byrjun hafa mjög fáar persónur trú á Elle, en henni tekst að koma þeim á óvart þegar hún stenst væntingar á sama tíma og hún er trú sjálfri sér.
Við hvetjum öll til að næla sér í miða sem fyrst. Sýningar verða 18. mars, 19. mars og 20. mars kl 20:00. Hér er hlekkur á miðasöluna.