- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Fyrsta umferð í Gettu betur kláraðist í gærkvöldi. Ein af viðureignum kvöldsins var þegar lið Kvennaskólans mætti liði Verkmenntaskóla Austurlands. Að loknum hraðaspurningum var staðan 12-8 fyrir Kvennaskólanum og að lokum var það Kvennó sem hafði sigur með 28 stigum gegn 9 stigum Verkmenntaskóla Austurlands.
Í gærkvöldi var einnig dregið í 16-liða úrslitin sem fara fram 17. og 19. janúar. Mótherji Kvennaskólans verður lið Tækniskólans. Keppnin verður miðvikudaginn 17. janúar og verður streymt á vef Ríkisútvarpsins.
Lið Kvennaskólans skipa Árni Jónsson, Embla María Möller Atladóttir og Jón Kristján Sigurðarson . Þjálfarar liðsins eru þau , Ari Borg Helgason, Hafsteinn Breki Gunnarsson, Hekla Sól Hafsteinsdóttir og Hildur Sigurbergsdóttir
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með sigurinn í gær og hlökkum mikið til að fylgjast með næstu viðureign.
Spyrill í Gettu betur er Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og spurningahöfundar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason.
Keppendur ásamt þjálfurum sínum í keppninni í gær.