- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Í gær mætti spurningalið Kvennaskólans liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði í fyrstu umferð Gettu betur á þessu skólaári. Staðan eftir hraðaspurningar var 16 –16 en viðureigninni lauk með sigri Kvennaskólans 26-24 . Bæði lið stóðu sig frábærlega og var keppnin jöfn allan tímann. Við mætum næst liði Fjölbrautarskólans í Garðabæ í 16 liða úrslitum. Sú keppni verður þriðjudaginn 21. janúar. Lið Flensborgarskólans komst líka áfram í næstu umferð því þrjú stigahæstu tapliðin verða áfram með í keppninni.
Lið Kvennaskólans er skipað Árna Jónssyni 3FÞ, Ellý Hákonardóttur 2FF og Kjartani Tuma Jónssyni 2FÞ. Liðstjórar eru Erlingur Snær Kristjánsson 2NB, Sturla Traustason 2NB og Heiðrún Vala Hilmarsdóttir 2FA.
Þjálfarar liðsins eru Embla María Möller Atladóttir, Hafsteinn Breki Gunnarsson og Jón Kristján Sigurðarson. Öll eru þau stúdentar frá Kvennaskólanum og fyrrum þátttakendur í keppninni.
Að þessu sinni eru 25 skólar skráðir til leiks í Gettu betur. Dómarar og spurningahöfundar í ár eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur B. Bragason líkt og í fyrra. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson.