Skemmtileg gjöf í Miðbæjarskólann

Frá vinstri: Ásdís Arnalds aðstoðarskólameistari, Björk Þorgeirsdóttir námsstjóri og Dagný Heiðdal v…
Frá vinstri: Ásdís Arnalds aðstoðarskólameistari, Björk Þorgeirsdóttir námsstjóri og Dagný Heiðdal varðveislu- og skráningarstjóri Listasafns Íslands.

 

Á dögunum kom Dagný Heiðdal, varðveislu- og skráningarstjóri Listasafns Íslands, færandi hendi í skólann. Tilefnið var afhending eftirgerðar af ljósmynd sem prýddi sýningu safnsins Lífsblómið árið 2018. Ljósmyndin var tekin í Barnaskóla Reykjavíkur (síðar Miðbæjarskólanum) í spænsku veikinni árið 1918 en þá þjónaði skólinn um skeið sem sjúkrahús á meðan faraldurinn stóð sem hæst. Myndefnið er starfsfólk sjúkrahússins og börn sem hlúð var að og vonandi komið til heilsu. Ljósmyndinni verður nú fundinn fallegur staður í Miðbæjarskólanum og þökkum við Listasafni Íslands kærlega fyrir gjöfina. Svo skemmtilega vill til að Dagný er fyrrum nemandi Kvennaskólans og var í síðasta hópnum sem lauk grunnskólaprófi frá honum árið 1981.