- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nemendur í mannfræði kláruðu önnina með skemmtilegri kynningu um menningahópa. Nemendurnir völdu sér hina ýmsu hópa, meðal annars native Hawaiian, Pawnee Indjána, Berbera, Maya, Inca, svo eitthvað sé nefnd. Hluti af verkefninu er að kynna sér stöðu hópanna, stjórnkerfi, trúarhugmyndir, kynjahlutverk, menningararf þeirra, völd í samfélaginu og hvernig samfélagið hefur breyst. Þetta verkefni er ávallt mjög fjölbreytt og skemmtilegt í útfærslu nemenda, þau hafa kynnt sér þjóðdans menningarhópsins síns og dansað fyrir samnemendur, þau hafa líka lært að syngja, búa til myndbönd, hljóðvarp eða þessa klassísku glæru kynningu.
Mannfræði er sérgrein nemenda á þriðja ári við félagsvísindabraut. Í áfanganum er farið yfir helstu nálganir mannfræðinnar að mannskepnunni. Meginhluti efnisins beinist að félagslegri mannfræði og nemendur kynnast rannsóknaraðferðum og helstu umfjöllunarefnum mannfræðinga. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins.