- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kæru nemendur
Í ljósi nýrra sóttvarnarreglna sem tóku gildi með reglugerð hefur nýtt kennslufyrirkomulag verið útbúið.
Fyrirkomulagið gerir ráð fyrir því að nemendur komi í skólann fyrir eða eftir hádegi. Hádegishlé hefur verið lengt um 10 mínútur til að hægt sé að ferðast milli staða.
Vikan 11. - 15. janúar:
Hér má sjá yfirlit yfir stofur og innganga: 1. bekkur, 2. bekkur og 3. bekkur (réttar stofur verða líka í stundatöflum nemenda í Innu).
Vikan 18. - 22. janúar:
Vikan 25. - 29. janúar:
Mjög mikilvægt er að kynna sér eftirfarandi áður en komið er í skólann:
Námsaðstaða fyrir þá sem búa langt frá skóla: Þeir nemendur sem ekki ná að nýta hádegishléið/ferðatímann til að komast á milli skóla og heimilis, fá aðstöðu í skólanum til að sinna fjarnámi. Við hvetjum nemendur sem búa fjarri skólanum að nýta sér aðstöðuna. Panta þarf námsaðstöðu fyrir fram hjá skrifstofu skólans. Símanúmerið er 5807600 og netfangið er kvennaskolinn@kvenno.is
Grímuskylda er í skólanum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks
Skólanum er ennþá skipt uppí sóttvarnahólf sem hafa sína innganga. Nemendur mega ekki fara á milli sóttvarnarhólfa nema til að mæta í kennslustundir
Við hvern inngang eru sóttvarnir aðgengilegar og við biðjum nemendum um að spritta sig þegar þeir koma inn í skólann og ganga beint inn í “sína” kennslustofu
Ekki færa til borð og stóla í kennslustofum
Allir verða að virða fjarlægðarmörk og passa að víkja og hinkra ef fjölmennt er á þröngum göngum skólans, við salernisaðstöðu og/eða í stigum.
Mötuneyti er lokað því aðstöðuna þarf að nota sem kennslustofu.
Kennsla valáfanga: Nemendur þurfa að skipta um stofu til að mæta í valáfanga. Í þeim tilfellum er mjög mikilvægt að nota rétta innganga (þ.e. fara út úr húsnæðinu og aftur inn á nýjum stað). Upplýsingar um hvaða kennslustofur eru notaðar fyrir valáfanga eru í stundatöflu.
Þetta fyrirkomulag gildir fyrstu vikurnar en við munum eins og við teljum öruggt auka staðkennslu.
Eins og áður þá er mikilvægt að fylgjast vel með upplýsingum frá kennurum og skólanum.
Við getum þetta saman!