Vikan 5. – 9. október: Allir bekkir í fjarnámi
Nemendur eru beðnir um að fylgjast vel með á Innu og fylgja fyrirmælum kennara um mætingu í fjarkennslutíma og heima- og verkefnavinnu.
Við hvetjum nemendur og forráðamenn til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu skólans og samfélagsmiðlum. Allar breytingar á skipulagi kennslu verða vel auglýstar.
Við minnum á að í skólanum:
- eru allir nemendur með umsjónarkennara sem þeir geta leitað til
- starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og á heimasíðu skólans og undir aðstoð í Innu er að finna gagnlegar upplýsingar (góð ráð, skipulagsblöð og hjálparsíður). Hvetjum alla til að fylgjast vel með skilaboðum og upplýsingum frá náms- og starfsráðgjöfum á Facebook og Instagram.
- er starfandi skólasálfræðingursem veitir ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans.
- er boðið uppá stoðtíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum
- er boðið uppá tölvu- og tækniaðstoð