Staðnám skv. stundatöflu hefst á morgun, miðvikudaginn 7. apríl. Til að þetta gangi hjá okkur þá verðum við að standa saman og sinna persónubundnum sóttvörnum.
Upplýsingar og reglur sem gilda í skólanum:
- Grímuskylda er í skólanum því ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á milli fólks.
- Nemendur þurfa að sótthreinsa sitt borð og stólbak áður en þeir fá sér sæti í upphafi kennslustundar.
- Miða skal við 2ja metra fjarlægð þegar nemendur eru að borða í kennslustofum og/eða í mötuneyti.
- Fjöldatakmarkanir miðast við 30 manns.
- Gangar eru ferðarými. Kennslustofur eru ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu.
- Takmörkuð þjónusta verður í mötuneyti skólans frá og með fimmtudegi. Hægt að kaupa samlokur, mjólkurvörur o.þ.h. Í mötuneytinu mega ekki fleiri en 30 nemendur vera í röð í senn og að hámarki 30 nemendur mega sitja til borðs. Gæta þarf að 2ja metra reglunni í mötuneytinu og eru nemendur beðnir um að sótthreina borð og stólbak áður en þeir fá sér sæti í mötuneytinu. Við hvetjum nemendur til að koma með nesti í skólann og nota hádegishléið til að fá sér göngutúr.
Þetta er ekki alveg búið og því mikilvægara en nokkru sinni að við fylgjum reglum varðandi grímunotkun, fjarlægðarmörk, handþvott og sprittun.