- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Í gær var söngkeppnin Rymja haldin hátíðleg í Gamla bíó. Tíu atriði tóku þátt að þessu sinni þar sem bæði einstaklingar og hópar tóku þátt. Karókí söngur var í hléi og mikil stemmning í húsinu. Dómaranir Salka Sól, Gugusar og Króli áttu erfitt með að ákveða sig og sögðu marga hafa komið til greina í efstu sætin. Úrslitin urðu þau að Marín Inga Schulin Jónsdóttir sigraði keppnina, Sean Ægis varð í öðru sæti og Freydís María Sigurðardóttir í því þriðja. Þess má geta að Marín sigraði keppnina einnig í fyrra.
Sigurvegari Rymju öðlast keppnisrétt í Söngkeppni framhaldsskólanema sem haldin verður laugardaginn 1. apríl í Kaplakrika. Við hlökkum til að fylgjast með Marín í þeirri keppni.