Spurningakeppni innan skólans

 

Málfundafélagið Loki ætlar að halda spurningakeppnina Heimdall milli bekkja í skólanum. Keppnin fer fram 27. mars til 30 mars og hvetjum við alla bekki til að taka þátt. Fyrirkomulagið verður þannig að hver bekkur velur tvo fulltrúa til að taka þátt í útsláttarkeppni. Keppt verður innan hvers árgangs í riðlakeppni 27. - 28. mars og sigurvegarar hvers árgangs mætast svo í úrslitaviðureign fimmtudaginn 30. mars.

Það verða stórglæsileg verðlaun í boði því sigurliðið vinnur peysu handa ÖLLUM í bekknum sínum! Skráningu lýkur á föstudag. Fyrir þann tíma verður hver bekkur að senda upplýsingar um hverjir taka þátt fyrir hönd hvers bekkjar. Nánari upplýsingar verða sendar til bekkjarformanna.

Við hvetjum alla til að taka þátt enda skemmtilegast ef hver einasti bekkur er með!