- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Nýlega var haldin forkeppni fyrir stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar á neðra stigi þar sem nemendur á fyrsta ári kepptu og hins vegar á efra stigi þar sem allir framhaldsskólanemendur máttu skrá sig.
Keppnin var rafræn vegna Covid-19 ástandsins í samfélaginu. Það virðist hafa haft slæm áhrif á þátttökuna því mun færri keppendur mættu til leiks en fyrri ár.
Kristín Jónsdóttir sem er nemandi á fyrsta ári í Kvennaskólanum, lenti í 9. sæti í keppni nýnema. Hún vann sér þannig inn sæti í sjálfri úrslitakeppninni sem verður haldin í mars 2021.
Við fögnum þessum frábæra árangri og sendum Kristínu okkar innilegustu hamingjuóskir.