- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Fimm kennarar Kvennaskólans fóru í Erasmus+ starfsspeglunarferð (job shadowing) til Sikileyjar á Ítalíu í síðasta mánuði. Hópurinn dvaldi í borginni Modica og fylgdust með skólastarfi í skóla sem heitir Istituto di istruzione superiore statale G. Verga. Kvennaskólinn hefur átt í góðu samstarfi við fyrrnefndan skóla allt síðasta ár og því var mjög lærdómsríkt að heimsækja skólann og taka þátt í skólastarfinu í viku.
Þrátt fyrir ólíkt skipulag og kennsluframboð eiga skólarnir, nemendur og starfsfólk þess margt sameiginlegt enda snýst inntak starfseminnar um menntun ungmenna. Kennarar Kvennaskólans fengu að hlýða á tónleikaæfingu, fylgjast með danstíma og horfa á heilan söngleik sem nemendur í Modica settu upp. Það var tekið einstaklega vel á móti íslensku gestunum og þau vöktu mikinn áhuga starfsfólks þegar bæði íslenska skólakerfið og Kvennaskólinn var kynntur. Starfsspeglunin er liður í Erasmus+ áætlun skólans um erlend samskipti.